- Advertisement -

Bjarni heimaskítsmát í ÍL-sjóðamálinu

„Ríkið verður með öðrum orðum að bæta eigendum íbúðabréfa allan skaðann.“

Ríkið tók upplýsta áhættu á sínum tíma með því að slá lán á markaði og lofa að greiða 3,75% verðtryggða vexti allt til ársins 2044.

„Ríkið er skaðabótaskylt ef IL-sjóði verður slitið með lögum Síðast en ekki síst nefni ég mjög svo óvænta yfirlýsingu fjármála- og efnahagsráðherra á dögunum um að stjórnvöld væru jafnvel með það í bígerð að slíta IL-sjóði með lagasetningu og gjaldfella svokölluð íbúðabréf með það að markmiði að losa ríkissjóð undan gefnum loforðum um greiðslu verðbóta og vaxta bréfanna allt til ársins 2044,“ segir í grein sem Þórey S. Þórðardóttir framkvændastjóri Landssambands lífeyrissjóða skrifar og birt er í Fréttablaðinu í dag.

„Vandi IL-sjóða er vitaskuld mikið áhyggjuefni og eiga lífeyrissjóðir gríðarmikilla hagsmuna að gæta verandi eigendur um 90% þeirra bréfa sem um ræðir. Ríkið tók upplýsta áhættu á sínum tíma með því að slá lán á markaði og lofa að greiða 3,75% verðtryggða vexti allt til ársins 2044. Jafnvel þótt Alþingi geti beitt löggjafarvaldi sínu og látið taka ILsjóð til skipta verður ríkissjóður eftir sem áður að ábyrgjast að lífeyrissjóðir og aðrir eigendur íbúðabréfa skaðist ekki. Ríkið verður með öðrum orðum að bæta eigendum íbúðabréfa allan skaðann, ekki aðeins höfuðstól, áfallnar verðbætur og vexti heldur einnig tapaða framtíðarávöxtun samkvæmt skilmálum bréfanna,“ skrifar Þórey.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: