- Advertisement -

Bjarni og Sigmundur hafi stólaskipti

Stjórnmál Egill Helgason fjölmiðlamaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, voru sammála um að það geti styrkt ríkisstjórnina ef Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skiptist á hlutverkum, þannig að Bjarni verði forsætisráðherra.

Þetta kom fram í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Egill að vegna minnkandi fylgis við Framsóknarflokkinn kunni að verða erfitt fyrir Sigmund Davíð að leiða ríkisstjórnina. Egill og Þorgerður Katrín sögðu enga uppgjöf felast í því þó Sigmundur Davíð skipti um hlutverk í ríkisstjórinni.

Hér er hægt að hlusta á viðtalið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: