- Advertisement -

Bjarni skipar stafrænan leiðtoga

Þingmenn ræddu stofnun embættis tæknistjóra ríkisins. Fram kom hjá Bjarna Benediktssyni að hann og fjármálaráðuneytið hafa gengið lengra.

„Þessa dagana erum við að skipa í embætti stafræns leiðtoga hjá fjármálaráðuneytinu sem fer fyrir og ber ábyrgð á stafrænu innleiðingunni. Við munum sjá mjög miklar breytingar strax á þessu ári í stafrænum lausnum varðandi opinbera þjónustu,“ sagði Bjarni.

„Ég tek eftir því að tillagan heitir tillaga til þingsályktunar um stofnun embættis tæknistjóra ríkisins. Þegar upp er staðið er þá tillögu ekki lengur að finna í þessari þingsályktunartillögu og það skiptir máli varðandi það að ég geti stutt þetta mál, enda segir það í sjálfu sér, eins og það stendur breytt eftir meðhöndlun nefndarinnar, ekki neitt annað en það sem ríkisstjórnin er að gera, að við höfum fyrir löngu ákveðið að gera stafrænar leiðir að meginsamskiptaleiðum við hið opinbera,“ sagði Bjarni.

„Við höfum verið með þessi mál í ólestri. Það eru rúmlega 1.500 gagnagrunnar sem enginn hefur nákvæma yfirsýn yfir þannig að þarna er tækifæri til að gera betur og ég hvet ríkisstjórnina áfram í þessari vinnu,“ sagði Smári McCarty Pírata. Tillagan kom frá Pírötum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: