- Advertisement -

Bjarni sparkaði Viðreisn úr stjórn Póstsins

Einhvers konar klappstýruhlutverk.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir:

Bjarni Benediktsson telur að vandi Íslandspósts verði leystur með því að losa sig við fulltrúa Viðreisnar úr stjórninni. Fulltrúa sem hefur gegnt mikilvægu hlutverki í að bæta reksturinn og hagræða síðustu árin, sinnt stjórnarsetu sinni af alúð, verið gagnrýninn og veitt aðhald, eins og stjórnarfólk á að gera. Allt í þágu gagnsæis, samkeppnissjónarmiða, þjónustu og almannahagsmuna. Það er mikill misskilningur ef Sjálfstæðisflokkurinn telur, með fullum stuðningi VG, að stjórnarseta feli lítið annað í sér en kaffi og kleinur. Einhvers konar klappstýruhlutverk.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það eru erfiðleikar við stjórnun Íslandspósts. Lausn fjármálaráðherra er að losa sig við þann fulltrúa minnihluta í stjórn, sem hefur veitt aðhald og hugsanlega verið óþægilegur á stundum. Vandamál Íslandspósts eru á ábyrgð stjórnenda og meirihluta stjórnarflokkanna en skrifast ekki á einn fulltrúa minnihlutans á Alþingi. Þetta er staðfesting á því að fjármálaráðherra hleypur undan stjórnskipulegri ábyrgð sinni.

Þetta lýsir vel hvernig meðferð valds er í huga forystu Sjálfstæðisflokksins. Formaður flokksins vildi einfaldlega ráða því hver yrði fulltrúi Viðreisnar í stjórn Póstsins. Þegar ekki var orðið við þeirri ósk og því haldið til streitu að Viðreisn myndi áfram skipa sama fulltrúa í stjórn, var honum hent út. Og undirmaður Bjarna Benediktssonar í fjármálaráðuneytinu settur inn í staðinn.

Gamla Ísland var að hringja.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: