- Advertisement -

Bjarni þekkir ekki fátækt fólk

Leiðari „Mér finnst það ekki lýsa þeim raunveruleika sem blasir við mér í íslensku samfélagi.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í umræðu um fátækt á Alþingi í gær.

Inga Sædal var upphafsmaður umræðunnar og á einum stað, í ræðu sinni notaði hún orðið örbirgð, sem Bjarni lagði síðan út af.

„Ég verð að byrja á að segja að ég hef fyrirvara við þá fullyrðingu sem er í þessari spurningu, þ.e. að tíu prósent íslenskra barna búi við örbirgð. Mér finnst það ekki lýsa þeim raunveruleika sem blasir við mér í íslensku samfélagi.“

Í Orðabókinni segir að örbirgð sé mikil fátækt.  Það þjónar engum tilgangi að togast á um hvort fátækt er mikil eða ekki mikil. Eins þjónar engum tilgangi að ætlast til þess að Bjarni þekki fátækt. Hans líf hefur verið laust við fátækt, hið minnsta efnislega.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þeim sem hafa kynnst fátækt, af eigin raun, finnst erfitt að heyra annað fólk tala um fátækt þar skilningsleysi þess er svo mikið. Þau sem hafa aldrei skort mat, föt, öryggi, námsgögn, frístundir og annað geta bara ekki sett sig í spor hinna. Það á bara ekki að ætlast til þess. Það á sannanlega við um Bjarna Benediktsson.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: