- Advertisement -

Bjarni tók 3,5 milljarða án skýringa

Það þýðir ekkert að koma sífellt með stakan og stakan milljarð í að leysa einhvers konar afleiðingarvanda.

Kristrún Frostadóttir.

„Við verðum að komast út úr því að ræða bara um viðbragðstillögur. Við vitum að þær tillögur sem er verið að ræða um á bráðamóttökunni snúa að grundvallarvandanum sem er legurýmavandi í landinu. Það þýðir ekkert að koma sífellt með stakan og stakan milljarð í að leysa einhvers konar afleiðingarvanda þegar það er engin sýn, það er engin von hjá neinum í kerfinu um að legurýmavandinn sé leystur,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag.

Næst sagði hún:

„Ég vek sérstaklega athygli á þessu, ekki að tilefnislausu heldur vegna þess að í síðustu fjármálaáætlun voru 3,5 milljarðar teknir út úr lið fyrir uppbyggingu hjúkrunarrýma, að því er virðist einhliða, á vegum hæstvirtum fjármálaráðherra, án nokkurra útskýringa. Þau svör komu m.a. frá heilbrigðisráðuneytinu að til stæði að sækja þetta fjármagn. Er þetta fjármagn sem hæstvirtur ráðherra mun beita sér fyrir að verði sett aftur inn í þessa áætlun? Við vitum að þessi vandi mun ekki leysast án þess að farið verði í uppbyggingu þessara úrræða, sama hvað verður gert á bráðamóttökunni. Hvað munum við í minnihlutanum, og bara fólkið í landinu, sjá varðandi tillögu hæstvirts heilbrigðisráðherra í þessum málaflokki í fjármálaáætlun í vor?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það verður inni í fjármálaáætlun núna í vor.

Willum Þór Þórsson heilbrigðistráðherra svaraði svona:

„Varðandi legurýmavandann og þessa stöðu þá skortir rými þegar sjúklingar eru búnir að fá þjónustu á spítalanum og við opnuðum u.þ.b. 120 ný rými, fjármögnuð að sjálfsögðu. Það þurfti viðbótarfjármagn og það var tryggt. Þar af voru um 60 rými í þéttu samstarfi við hjúkrunarheimilin og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og spítalann, 60 rými sem ekki voru á áætlun, með spítalann í forgang. Þetta bjargaði stöðunni og þetta staðfesti spítalinn á fundi velferðarnefndar. Við fórum mjög vel yfir það með háttvirtri velferðarnefnd. Þetta er mjög mikilvægt og ég þakka háttvirtum þingmanni fyrir að koma inn á þetta. Við vorum þannig á undan þessari holskeflu veirusýkinga, annars hefði þetta verið miklu erfiðara að kljást við.

Fyrirhugaða uppbyggingu hjúkrunarheimila á Vík vantar inn í fjármálaáætlun. Það verður tryggt núna í þeirri fjármálaáætlun sem við ræðum í vor og allt annað sem er á framkvæmdaáætlun um aukningu hjúkrunarrýma. Það verður inni í fjármálaáætlun núna í vor.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: