- Advertisement -

„…eitt allsherjar skuldafangelsi…“

Lífsgæðin hér eru slík að senjoran veltir því stundum fyrir sér hvernig stóð eiginlega á því að Ísland byggðist yfir höfuð og hvernig byggð hélst þar í gegnum aldirnar.

Súsanna Svavarsdóttir skrifar Spánarpistil og lýtur nú heim til Íslands:

Súsanna Svavarsdóttir.

Jæja, þá er móðir senjorunnar farin heim með kroppinn fullan af D-vítamíni, sálina fulla af birtu, liði og vöðva verkjaminni eftir göngutúra í hlýjunni, tösku fulla af fötum keypt á vægu verði og magan fullan af mat sem er hollur hér á Spáni en stórhættulegur (lesist innfluttur) heima. Lífsgæðin hér eru slík að senjoran veltir því stundum fyrir sér hvernig stóð eiginlega á því að Ísland byggðist yfir höfuð og hvernig byggð hélst þar í gegnum aldirnar. Hún gerir sér hins vegar fulla grein fyrir því hvers vegna fólk býr þar í dag. Landið er eitt allsherjar skuldafangelsi með öllum sínum okurvöxtum og verðbótum, fokdýrum mat og endalausum ríkisstjórnum sem viðhalda því ástandi í veðri sem aldrei er boðlegt. Eftir að fólk álpast til að fjárfesta í eins sjálfsögðum hlut og þaki yfir höfuðið er þetta búið. Eftir það er stóra spurningin um hver mánaðamót hvort það á að borga af húsnæðislánunum eða borða. Það kemst aldrei í burtu, nema þegar það missir allt úr höndunum vegna annarra manna (t.d. bankaeigenda og útrásarvíkinga – eða á maður að segja nýútrásarvíkinga núna?) græðgi. Þá loks gefst það upp og flýr til betri landa.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: