- Advertisement -

Fáum við ekki að vita hver ógnin er?

Eflaust hefur eitthvað gerst til að lögreglan hefur vopnast á almannafæri og þjóðaröryggsiráðið fundar í neðanjarðarbyrgi hinnar yfirgefnu herðstöðvar á Miðnesheiði. Erfitt er að trúa öðru en að einhver ógn sé yfirvofandi. En hver er hún?

Öll þessi viðbrögð geta ekki verið, nema vegna þess að þau sem fara með þessi mál, vita eitthvað eða grunar eitthvað sem við fáum ekki að vita hvað er. Okkur eru send óviss skilaboð. Það eru miklar breytingar þegar lögreglan er með alvæpni á almannafæri og það er einnig mjög merkilegt að þjóðaröryggisráðið getur ekki, einhverra hluta vegna, fundað nema í sérgerðum leynifundarstað.

„Við ræddum hryðjuverkaógnina almennt á þessum fundi og netöryggismálin. Þessi mál geta tengst,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, við Rúv, að loknum fundi Þjóðaröryggisráðsins á Keflavíkurflugvelli í gær. „Á vettvangi Þjóðaröryggisráðsins er við því að búast að þeir sem um þessi mál fjalla í stjórnkerfinu deili með okkur upplýsingum um það sem berst að utan af upplýsingum eða menn verða áskynja hér á landi. Um þá hluti, verður eðli málsins samkvæmt, að ríkja trúnaður.“

Best færi að almenningur fengi að vita um ástæður þessara breytinga. Einhver er ógnin. Fáum við ekki að vita hver hún er?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: