Þrír 18 ára gamlir karlmenn og kona og karl á fimmtugs- og sextugsaldri létust í umferðarslysi sunnan við Tromsø í gærkvöld, að því að segir í netútgáfu VG.
Sex voru í bílunum tveimur sem skullu hvor á öðrum. Þrír 18 ára gamlir karlmenn voru í öðrum bílnum. Karlmaður og tvær konur á fimmtugs- og sextugsaldri voru í hinum bílnum.
Önnur konan var flutt á sjúkrahús. Ekki er vitað hversu mikið hún er slösuð.
Öll fimm sem létust voru íbúar Tromsø. Ljóst er að þarna varð harður árekstur. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir svo telja má víst að þeir hafi rekist harkalega saman. Blautt var og mikil rigning. Engin bremsuför eru sýnileg.
Slysið varð um sextán kílómetra sunnan við Tromsø á E8 rétt fyrir miðnætti á sunnudagskvöld. Samkvæmt lögreglunni barst tilkynning um slysið skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld. Nú er ekki vitað hvort einhver vitni urðu að slysinu
Að svo komnu getur lögreglan ekkert sagt um orsök slyssins.