- Advertisement -

Bretar ætla að banna togveiðar

„Breska ríkisstjórnin ætlar að banna botnvörpuveiðar á meira en helmingi hafverndarsvæða sinna. Þetta verður tilkynnt í dag á hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í frönsku borginni Nice,“ þetta segir á vefnum ff7.is.

Þar segir líka: „Ég mun greina frá áformum ríkisstjórnarinnar um að banna botnvörpuveiðar á 41 ensku hafverndarsvæði sem eru um 30 þúsund ferkílómetrar að stærð,“ segir Steve Reed, umhverfisráðherra Bretlands, í blaðinu Observer.

Hann segir að botnvörpuveiðar valdi miklum skaða á viðkvæmu lífríki: „Höfin verða fyrir óafturkræfum skaða ef við bregðumst ekki skjótt við,“ segir ráðherrann og bætir við: „Þetta mun hjálpa til við að vernda viðkvæmt líf undir yfirborði sjávar og gera hafsbotninum kleift að jafna sig af skaðanum sem þessi eyðileggjandi starfsemi hefur valdið.“

Fyrirsögnin er Miðjunnar. Greinin á ff7.is er lengri og ítarlegri.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: