- Advertisement -

Ríkisstjórnarflokkarnir í frjálsu falli

Eðlilega hefur fylgið hrunið af Miðflokknum eftir ógeðfellda framkomu meirihluta þingflokksins. Það sannast á nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Annað er sérlega eftirtektarvert við könnunina. Það er hversu fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja fellur hratt og örugglega. Þrátt fyrir að tveir stjórnarandstöðuflokkar hafi verið í „skammarkróknum“ eykst fylgi stjórnarflokkanna ekkert. Fylgið minnkar.

Kjósendur eru ekki bara að segja nei takk við Miðflokkinn. Þeir eru ekki síður að andmæla stefnu ríkisstjórnar Bjarna og Katrínar.

Stóraukið fylgi Samfylkingarinnar er trúlega helst til komið vegna þess að flokkurinn þykir nú skásti kosturinn á Alþingi. Erfitt er að muna eftir stórleik flokksins eða þingmanna hans. Helst að Oddný Harðardóttir, fyrrverandi formaður, hafi látið til sín taka að undanförnu

Inga Sæland getur verið sátt. Þrátt fyrir stórsjóinn siglir hún flokknum eins og hún gerði fyrir klofninginn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: