- Advertisement -

Framsókn leggst gegn frumvarpi Jóns

Af og til koma upp mál þar sem bil er á milli stjórnarflokkanna þriggja. Nú leggst Framsókn þvert gegn dómstólafrumvarpi Jóns Gunnarssonar. Hafdís Hrönn Hafsteinsson hélt ræðu um afstöðu Framsóknar. Hér er hægt að lesa ræðuna alla. Við völdum þennan kafla. Hafdís Hrönn sagði:

„Við viljum ítreka mikilvægi þess að sérþekking og störf héraðsdómstólanna haldist í hverju héraði og að ekki komi til uppsagna, fækkunar á störfum og að byggðasjónarmið verði virt við þessa breytingu. Með frumvarpi þessu eru blikur á lofti hvað varðar brottfall sérþekkingar og starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Einnig er það talið ómakleg staða til framtíðar ef umræddar breytingar á lögum um dómstóla verði til þess fallnar að aðili máls eða lögmaður hans neyðist til að ferðast langt frá sínu nærsamfélagi til þess að fá úrlausn mála sinna. Um er að ræða stjórnarskrárvarinn rétt sem Ísland hefur einnig staðfest með lögfestingu mannréttindasáttmála Evrópu. Þar bendi ég aftur á 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, en þar kemur fram að hver og einn eigi rétt á að „halda uppi vörnum sjálfur eða með aðstoð verjanda að eigin vali“. Þar þarf að hafa í huga að ákvörðun um hvar skuli halda þinghald á ekki að vera til óhagræðis fyrir málsaðila.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: