- Advertisement -

Freki karlinn kominn upp í Hádegismóa

Það er mikið skrifað, með og á móti borgarlínu, í Mogga dagsins. Mest kemur á óvart að þar er forsíðuviðtal við Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Eins er að finna grein eftir borgarstjórann fyrrverandi, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, sem smellpassar við Miðflokkinn. Gamla íhaldið og Miðflokkurinn eru nánast eins. Nóg um það í bili.

Í Mogganum er grein eftir Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, Pírata í borgarstjórn og formann skipulagsráðs borgarinnar. Eðlilega er hún fylgjandi borgarlínunni. Hún er gagnrýnin á þá sem eru ekki sammála. Ekki síst Davíð Oddsson. Sigurborg Ósk minnist einnig fyrrum ráðanda í New York. Í grein Sigurborgar segir:

„Ára­tug­ir þar sem mönn­um líkt og Davíð Odds­syni og Robert Moses fannst sjálfsagt að fórna öllu fyr­ir hraðbraut­ir eru í dag hluti af fortíðinni. Þetta eru ára­tug­ir þar sem frek­ir karl­ar og ómann­eskju­leg verk­fræði sköpuðu í sam­ein­ingu það bílaum­hverfi sem ein­kenn­ir marg­ar vest­ræn­ar borg­ir. Öllu skyldi fórna fyr­ir einka­bíl­inn, hvort sem um var að ræða fá­tækra­hverfi í New York eða Foss­vogs­dal­inn í Reykja­vík.

Í dag er Davíð Odds­son kom­inn upp í Há­deg­is­móa og Robert Moses und­ir græna torfu. Í dag er Reykja­vík að byggja hús­næði fyr­ir heim­il­is­laust fólk, að vernda græn svæði og fækka einka­bíl­um. Minnka um­ferðar­hraða og for­gangsraða gang­andi fyrst. Skapa hæg­an púls með minni meng­un og meira af gróðri þar sem þú nýt­ur til­ver­unn­ar, hvort sem þú ert á leiðinni til vinnu eða að hitta vin­konu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: