- Advertisement -

Getur ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn

„Reynd­ar er það þannig að frá því að nú­ver­andi formaður tók við hef ég ekki getað kosið Sjálf­stæðis­flokk­inn á landsvísu,“ skrifar viðskiptafræðingurinn Guðjón Smári Agn­ars­son í Moggann í dag.

„Það er geymt en ekki gleymt að hann hélt því fram í Frétta­blaðinu fyr­ir u.þ.b. 15 árum að hann væri þeirr­ar skoðunar að Ísland ætti að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Þó að margt gott megi segja um mann­inn og þó að hann hafi ým­is­legt gott gert í fjár­málaráðuneyt­inu þá er það afar ótrúverðugt að flokk­ur hafi formann sem hef­ur önd­verðar skoðanir við grund­vall­ar­stefnu flokks­ins,“ skrifar Guðjón Smári.

Hann heldur áfram: „Ég hef skynjað orð hans um sjálf­stæðismál þannig að hann hafi ekki skipt um skoðun á mál­inu – bara að það henti ekki að ganga inn um þess­ar mund­ir. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn verður að standa und­ir nafni, ann­ars er ekki hægt að kjósa hann. Mér virðist að hann sé að breyt­ast í krata­flokk. Kannski held­ur for­ysta flokks­ins að þeir nái inn kröt­un­um sem gengu út og stofnuðu Viðreisn. Þá gleyma þeir fólk­inu sem hef­ur kosið flokk­inn vegna þess að hann hef­ur staðið vörð um sjálf­stæði lands­ins.“

(Fyrir ykkur sem teljið skal þess getið að þetta er fyrsta frétt dagsins um Bjarna Benediktsson. Óvíst er hvort þær verði fleiri. Þó er aldrei að vita.)


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: