- Advertisement -

Gjafabréf Katrínar til útgerðarinnar

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, skrifar fína grein í Mogga dagsins. Hann skrifar:

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar seg­ir: „Rík­is­stjórn­in vill halda áfram heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar í þver­póli­tísku sam­starfi með aðkomu þjóðar­inn­ar og nýta meðal ann­ars til þess aðferðir al­menn­ings­sam­ráðs. Nefnd um málið mun hefja störf í upp­hafi nýs þings og legg­ur rík­is­stjórn­in áherslu á að samstaða ná­ist um fer­il vinn­unn­ar.“

Þetta hljómaði vel. Katrín Jak­obs­dótt­ir nýt­ur trausts þjóðar­inn­ar sem snjall og sann­gjarn for­ingi, sem má treysta. For­menn stjórn­mála­flokk­anna komu sam­an að vinn­unni og mark­miðið var að leggja fram sam­eig­in­lega til­lögu um nokkra hluta stjórn­ar­skrár­inn­ar.“

Mikið rétt. Næst skrifar Benedikt um hvernig Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson snéru baki við Katrínu:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Var það til þess sem VG vildi leiða rík­is­stjórn­ina?“

„Frá upp­hafi var að því stefnt að breyt­ing­ar yrðu sett­ar fram „í sem breiðastri sam­stöðu“. Það seg­ir sína sögu að for­sæt­is­ráðherra er nú eini flutn­ings­maður að til­lög­um um breyt­ing­ar á nokkr­um grein­um stjórn­ar­skrár­inn­ar. Flest­ar eru skaðlaus­ar og jafn­vel til bóta, sýn­ist mér. Ein, auðlinda­ákvæðið, af­leit. En henni má bjarga með ein­faldri breyt­ingu.

Ráðherr­ann virðist telja að með því að setja inn orðið þjóðar­eign í efn­is­grein, sem ann­ars seg­ir ekki neitt, hafi hún upp­fyllt vænt­ing­ar þjóðar­inn­ar um að arðinum af auðlind­um verði skipt með sann­gjörn­um hætti. Síðasta grein­in í auðlinda­ákvæði Katrín­ar er svona: „Með lög­um skal kveða á um gjald­töku fyr­ir heim­ild­ir til nýt­ing­ar í ábata­skyni.“ Rétt eins og nú. Með öðrum orðum: Formaður VG vill engu breyta,“ skrifar Benedikt.

Benedikt: „Stjórn­ar­skrá á að vera skýr um ótví­ræð rétt­indi þjóðar og þegna. Svo vel vill til að hægt er að laga hug­mynd­ir ráðherr­ans með ein­föld­um hætti:

Með lög­um skal kveða á um gjald­töku fullt gjald fyr­ir heim­ild­ir til nýt­ing­ar tíma­bund­in af­not í ábata­skyni.

Þannig er hægt að snúa grein, sem er nán­ast gjafa­bréf til út­gerðarmanna um ævar­andi af­not á spott­prís, í staðfest­ingu á því að þjóðin á að njóta arðsins.

Samþykki Alþingi til­lögu for­sæt­is­ráðherra óbreytta munu út­gerðar­menn hrósa sigri, en þjóðin sitja eft­ir með sárt ennið. Sætta kjós­end­ur rík­is­stjórn­ar­flokk­anna sig við það? Var það til þess sem VG vildi leiða rík­is­stjórn­ina?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: