- Advertisement -

Ásgeir hættir í stjórn KSÍ – „Viðbjóður“

Ásgeir Ásgeirsson, stjórnarmaður í KSÍ:

„Þetta eru búnir að vera erfiðir dagar hjá okkur í KSÍ, og sem stjórnarmaður hefur drullan dunið yfir mann án þess að ég hafi gert nokkuð af mér.

Ég er búinn að vera í sjálfboðavinnu fyrir íþróttahreyfinguna í yfir 30 ár og hef unnið að heilindum og þetta er þakklætið.

Ég á mikið af vinum í gegnum þessi ár og það mun ég taka með mér.

Ég vil þakka starfsfólki og stjórn KSÍ,Guðna og Klöru fyrir frábært samstarf og að ógleymdum leikmönnum og starfsfólki landsliða.

Ég get ekki boðið mér og minni fjölskyldu uppá þann viðbjóð sem hefur verið sagt um okkur í stjórn KSÍ.

Ég hef því tekið þá ákvörðun um að segja af mér sem stjórnarmaður KSÍ.

Með kveðju

Ásgeir Ásgeirsson.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: