- Advertisement -

Hahahahaha!

Ég held að þessi svör tímabundins forstjóra Samherja kalli á að rannsókn fari fram á öllum störfum hans, sérstaklega hjá Íslandsstofu og Icelandair.

Marinó G. Njálsson skrifaði á Facebook:

Úr frétt Morgunblaðsins (þrjár klippur ekki í réttri röð):
„Er það vani ykk­ar [Sam­herja] að greiða einkaaðilum þegar þið fáið út­hlutað kvóta er­lend­is?“ spyr blaðamaður þá. „Því get ég ekki svarað, málið sæt­ir nú rann­sókn. Ber­ist manni reikn­ing­ur fyr­ir þjón­ustu eða kvóta þá greiðir maður hann,“ svar­ar Björgólf­ur og vís­ar því á bug að nokkr­ar ólög­mæt­ar greiðslur hafi átt sér stað. „Okk­ur bár­ust reikn­ing­ar frá fyr­ir­tækj­um sem seldu kvóta og við greidd­um þá.“

„Ég ef­ast um að nokkr­ar mútu­greiðslur hafi átt sér stað eða að fyr­ir­tækið sé eða hafi verið flækt í nokkuð ólög­mætt,“ hef­ur blaðið eft­ir Björgólfi sem seg­ist telja að upp­ljóstr­ar­inn Jó­hann­es Stef­áns­son hafi verið einn að verki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mikið hlýtur norski blaðamaðurinn hafa hlegið eftir að hann sagði félögum sínum af viðtalinu.

Blaðamaður DN spyr Björgólf því næst út í greiðslur til eign­ar­halds­fé­lags í Dubaí í eigu James Hatuikulipi..

..Björgólf­ur seg­ir ekk­ert benda til þess að þær greiðslur hafi verið ólög­leg­ar, þar hafi ein­fald­lega getað verið um lög­leg­ar greiðslur fyr­ir fiskkvóta að ræða auk greiðslna fyr­ir ráðgjafarþjónustu. „Þetta voru kvót­ar frá yf­ir­völd­um sem við skul­um vona að hafi verið lög­um sam­kvæmt, Sam­herji fékk enga kvóta um­fram það“..
—–

Mikið hlýtur norski blaðamaðurinn hafa hlegið eftir að hann sagði félögum sínum af viðtalinu.

Greiði menn fyrirtæki fyrir kvóta, þá er það gert beint inn á reikning fyrirtækisins, ekki inn á gervifyrirtæki í Dubaí. Ég held að þessi svör tímabundins forstjóra Samherja kalli á að rannsókn fari fram á öllum störfum hans, sérstaklega hjá Íslandsstofu og Icelandair. Ef honum finnst sjálfsagt að greiða félagi í Dubaí fyrir kvóta í Namibíu, þá er spurning hvað fleira honum hefur fundist sjálfsagt í gegn um tíðina í störfum sínum.

Mér kemur í hug ágætis orðatiltæki, en læt vera að setja það hér.

https://www.mbl.is/…/frettir/2019/12/14/dregur_mutugreidsl…/


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: