- Advertisement -

Hrifsum til okkar varplönd lóu og spóa

„Hljóðheimur íslenska sumarsins er að breytast því bæði lóum og spóum hefur fækkað,“ segir í frétt í Bændablaðinu.

„Ríflega helmingur allra heiðlóa veraldar verpa á Íslandi og hátt í þriðjungur allra spóa. Þeim fækkar nú ört, líkt og fuglum sem reiða sig á opin búsvæði.

Stofnarnir dragast saman á heimsvísu, ekki síst hin síðari ár, og nú sjást merki þess að þeim fækki einnig á Íslandi. Ekki er talið að rýrnun þessara stofna stafi af breytingum á vetrarstöðvum.

Fuglafræðingur segir sláandi að niðurstöður kerfisbundinna talninga leiði í ljós að lóu og spóa sé að fækka og á alveg óskyldum svæðum um allt land.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Helmingur hreiðra á Íslandi eru rænd en það er tiltölulega lágt hlutfall í alþjóðlegu samhengi og því ekki hægt að kenna afránsþrýstingi um fækkunina. Hins vegar eru mannleg umsvif að aukast verulega. Þeim fylgir tap á búsvæðum með tilheyrandi jaðaráhrifum, og þau geta haft áhrif á afránsþrýsting, þ.e. aukið hann á þá fugla sem eru eftir á búsvæðum.

Heiðlóa og spói eru meðal ábyrgðartegunda Íslands. Heiðlóa er auk þess skráð í viðauka Bernar-samningsins sem listar þær tegundir sem aðildarþjóðir skuldbinda sig til að vernda með sértækri búsvæðavernd.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: