- Advertisement -

„Hver er afstaða prímadonnunnar sjálfrar, Katrínar?“

Ole Anton:

„Ríkisstjórnin veitti fyrirtækjum há verðlaun fyrir að segja starfsfólki upp störfum.“

„Reyndar gerði ríkisstjórn Íslands það, sem engin önnur ríkisstjórn lét sér einu sinni detta í hug: Hún verðlaunaði fyrirtæki í stórum stíl, ekki fyrir að ráða menn í vinnu, heldur fyrir að segja þeim upp. Undirritaður kann að vera tregur, en þessa aðferð skildi hann aldrei vel,“ segir meðal annars í grein Ole Antons Bieltvedt, alþjóðlegur kaupsýslumanns og stjórnmálarýnis, í Fréttablaðinu í dag.

Ole Anton fjallar nokkuð um skoðanakönnun sem sýndi að 71 prósent kjósenda Vinstri grænna vilja ekki áfram ríkisstjórn sömu flokka og nú eru.

„Fylgismenn Vinstri grænna hafa með afstöðu sinni tjáð sig með skýrum hætti um það, að svona ríkisstjórn vilji þeir – sennilega aldrei – aftur sjá. En hver er afstaða prímadonnunnar sjálfrar, Katrínar? Lengst af og, þegar ég heyrði síðast til hennar með þetta, virtist hún vera hin hressasta og ánægðasta með þessa ríkisstjórn og alveg til í annan svona ríkisstjórnardans. Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum,“ skrifar Ole Anton.

„Á sama hátt er það auðvitað meira en óvenjulegt, að 88% Sjálfstæðismanna og 82% Framsóknarmanna, en þetta fólk, ásamt með Miðflokksmönnum, verður að teljast langt til hægri, úti á íhaldsjaðrinum, skuli vera ánægt með og styðja ríkisstjórn, sem formaður Vinstri grænna, sem á að vera einna lengst úti á vinstri vængnum, leiðir.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: