- Advertisement -

Hvernig getum við tekið mark á Katrínu?

Helga Vala skrifar: Hugsið ykkur! Það er bara rétt rúmt ár frá því að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hafði þetta að segja um það hvaða aðferðir hún teldi rétt að nota til að blása til sóknar á Íslandi og byggja upp samfélag til framtíðar.

Síðustu daga höfum við rætt tillögur ríkisstjórnar sömu Katrínar, sem nú, ásamt næstum því öllum þingmönnum VG telur það bestu aðferðina að LÆKKA VERULEGA veiðigjöld sem greidd eru til þjóðarinnar, eigenda auðlindarinnar.

Hvernig getum við tekið mark á þeim sem svona tala? Hvernig er hægt að réttlæta þennan viðsnúning? Hvað hefur breyst, annað en að íslenska krónan hefur veikst mjög mikið frá því ríkisstjórnin tók við, sem kemur þessum sömu aðilum einmitt vel. Ég bara skil þetta alls alls ekki.

Fengið af Facebooksíðu Helgu Völu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: