- Advertisement -

Kæfir kjararáð ríkisstjórnina?

Ekki hefur verið armslegnd milli kjararáðs og fjármálaráðherra. Afleiðingarnar eru skýrar. Á vinnumarkaði verða átök, mikil átök. Vinabandið, það er kjararáð og fjármálaráðuneytið, bera fulla ábyrgð á hvernig komið er.

Þó ýmsum hafi tekist að kjafta sig í gegnum ýmnis vandamál er víst að það mun ekki duga að þessu sinni. Til þess var leikur vinabandsins of grófur. Brotsjóir munu skella á ríkisstjórninni í vetur og vandséð er að hún muni standa þá að af sér.

Villi á Akranesi segir í Mogganum: „Þetta lít­ur alls ekki vel út og næg­ir að nefna að fólk úr efri lög­um sam­fé­lags­ins hef­ur fengið launa­hækk­an­ir sem nema 45% og upp í 56% á einu bretti, upp­hæðir sem nema allt að 1,2 millj­ón­um. Hvernig eig­um við í verka­lýðshreyf­ing­unni að fara inn í kjara­vet­ur með þessi skila­boð frá þess­um aðilum?“

Þar segir Kristján Þórður í Rafiðnaðarsambandinu: „Þessi bar­lóm­ur um erfiða stöðu fyr­ir­tækja byrj­ar þegar kem­ur að því að gera nýja kjara­samn­inga og þessi taktík er notuð til að reyna að slá á vænt­ing­ar fólks.“ Og um kjararáð: „Þeir hafa sett lín­urn­ar, ef að fólk sem er í efsta stigi launaþreps­ins get­ur fengið 45%, af hverju ekki aðrir?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Verkalýðsforingjarnir hlusta ekki á barlóminn. Þeir benda á gjörðir vinabandsins. Það að hafa samþykkt að afleggja kjararáð og vita ekkert hvað komi í staðinn er einskis virði. Allur almenningur er þeirrar skoðunar að fólkið eigi inni það sem fyrirmenninn fengu. Og hana nú.

Ríkisstjórnir hafa sprungið af minna tilefni.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: