- Advertisement -

Kannski að öryrkjarnir ráðist á okkur

Inga Sæland er ósátt. Henni þykir greinilega að flokkur hennar, Flokkur fólksins, uppskeri ekki eins og hann sáir. Flokkur á í erfiðleikum og framtíð hans er mjög óviss. Ef mið er tekið af skoðanakönnunum. Inga skrifar:

Það verður fróðlegt að sjá hvernig pólitískir andstæðingar ráðast á Flokk fólksins þegar mál okkar fyrir hönd öryrkja verður dómtekið. Kannski öryrkjarnir sjálfir ráðist hvað harkalegast á okkur. Hafa kannski ekki áttað sig á því enn að það eru einungis tveir þingmenn á Alþingi sem þeir eiga með húð og hári, sem hafa barist fyrir málstað þeirra og réttlæti þeim til handa með kjafti og klóm. Ég velti því fyrir mér hvort einhver sé svo glöggur að minnast þess að einhvern tímann í Alþingissögunni hafi fátækt, óréttlæti, valdníðsla valdhafanna og spilling fengið aðra eins athygli í þingsal og með tilkomu Flokks fólksins. Ég virkilega óska eftir slíkum upplýsingum ef einhver hefur þær í farteskinu. Að einhver skuli halda því fram að við höfum ekkert gert er vægast sagt ósatt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: