- Advertisement -

Katrín segir ríkisstjórnina hafa lagt áherslu á að hækka lægstu laun

Segir ríkisstjórnina hafa lagt áherslu á að hækka lægstu laun

„Eðlilega vekur þetta umræðu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, í Reykjavík síðdegis, um eigin launahækkun sem og annarra ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna.

Öll hækkuðu þau duglega í launum um áramótin.

„Hvað þýðir það þá á endanum að við stöndum öll saman? Þar sem að hluti af okkur fær endalausar milljónir til sín og hluti af okkur sér fram á atvinnuleysi, skertar tekjur, erfiðari vinnuaðstæður – og bara það að markvisst sé viðhaldið hér grimmilegri, samræmdri láglaunastefnu,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í fréttum á Bylgjunni. Yfir sig hneyksluð vegna launahækkananna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

SAJ: Hvað þýðir það þá á endanum að við stöndum öll saman?

„Eins og við munum var hér fyrirkomulag, það var kjararáð og það tók ákvarðanir á nokkurra ára fresti um kjör ýmissa embættismanna,“ sagði Katrín. „Þar á meðal þingmanna og ráðherra og fleiri. Síðasti úrskurður þess um stjórnmálamenn féll árið 2016 og olli verulegum usla í umræðunni. Þá voru ráðherrar og þingmenn hækkaðir um tugi prósenta. Fjörutíu prósent ef ég man rétt. Það var okkar markmið í núverandi ríkisstjórn að koma á kerfi sem er sambærilegt og er í nágrannalöndunum og það kerfi virkar þannig að æðstu embættismenn fylgja launaþróun á hinum opinbera markaði. Sama hvort hún er til hækkunar eða lækkunar. Það er þannig að við frestuðum launahækkun, sem átti að koma fyrsta júní 2019 til fyrsta janúar 2020. Það var gert vegna lífskjarsamninga. Það er sú launahækkun sem nú er til umræðu. Við höfum hins vegar ákveðið að fresta hækkun sem átti að koma fyrst júlí í sumar, vegna Covid-ástandsins. Öll þessi mál getra tekið breytingum vegna þróunar í ríkisfjármálum.“

Katrín sagði að sér þætti að laun ráðherra og þingmanna eigi ekki að vera pólitísk ákvörðun. „Við fylgjum launaþróun á opinberum markaði“

Katrín hækkaði um meira en 127 þúsund krónur á mánuði. „Þetta er vel í lagt,“ sagði Katrín og bætti við að ríkisstjórnin hafi lagt áherslur á að hækka lægstu laun og sagði lægstu laun hafa hækkað meira og sagði launajöfnuð mestan hér á landi, í öllum OECD-ríkjunum. „Svo getum við rætt hvort hann eigi að vera meiri.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: