- Advertisement -

Kirkjugarðar þurrka upp varasjóðinn

„Dágóður hluti af varasjóðnum, þetta eitt prósent sem á að vera í varasjóði fyrir allan ríkissjóð, var tekinn til hliðar fyrir fram fyrir kirkjujarðasamkomulagið í fjáraukanum,“ sagði Björn Leví Gunnarsson á Alþingi þegar þingið ræddi fjáraukalögin.

„Það rýrir afl varasjóðsins til að glíma við tilfelli sem koma upp á fjárlagaárinu til að vera varasjóður fyrir allt hitt sem er ófyrirsjáanlegt samkvæmt lögum um opinber fjármál. Þarna var tekinn til hliðar rúmlega einn milljarður af fyrirsjáanlegu fjármagni og settur í varasjóðinn,“ sagði Björn Leví.

Hann skýrir mál sitt betur: „Upp kemur í lok ársins að varasjóðurinn dugar ekki fyrir öllum þeim óhöppum sem koma upp innan ársins. Ef tekin eru þau atriði sem passa alveg undir skilyrði fyrir notkun á varasjóðum og notkun á fjáraukanum eru þau hærri en sem nemur varasjóðnum þannig að það þyrfti að koma með eitthvað í fjáraukalögum. En það þarf meira í fjáraukalögum en fyrirsjáanlegt var út af þessu bixi með kirkjujarðasamkomulagið enn og aftur.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: