- Advertisement -

Langlokan í Borgarnesi sigrar lýðræðið

Sigurjón Magnús Egilsson:

Aldrei stóð annað til en að láta seinni talninguna halda. Jafnvel þó framganga heimamanna sé nú opinbert refsimál. Lýðræðið verður togar þvers og kruss.

Fréttablaðið talar við Birgi Ármannsson sem fer fyrir rannsókn þingmanna á lögbrotunum í Borgarnesi. Frá upphafi þessa magnaða máls var grunur um að þingmennirnir muni gúddera það sem gert var í Borgarnesi. Samt ekki allir þingmennirnir. Sennilegast er stjórnarþingmennirnir og fulltrúi Flokks fólksins, Inga Sæland, séu bara að draga þetta á langinn. Löngu búinn að ákveða sig.

Best væri að Birgir formaður segði þetta bara. Aldrei stóð annað til en að láta seinni talninguna halda. Jafnvel þó framganga heimamanna sé nú opinbert refsimál. Lýðræðið verður togar þvers og kruss. Áfram lengist borgfirska langlokan.

Í frétt í Fréttablaðinu í dag má lesa þetta:

Um samstöðuna í nefndinni segir Birgir hana hafa verið góða um málsmeðferð nefndarinnar. „Svo á eftir að koma í ljós hvort samstaða verður um hina matskenndu þætti sem nefndin þarf að fara yfir og tillögugerð nefndarinnar,“ segir Birgir.

Hann segir að í venjulegu árferði skili kjörbréfanefndin sameiginlegri tillögu. En nefndin sé að fást við öðruvísi mál núna. Birgir segir ómögulegt að segja til um hvort nefndin klofni í lokaniðurstöðu sinni. „Ég held að vilji allra nefndarmanna standi til þess að skila tillögu í sameiningu og ég vona að svo verði,“ segir Birgir að lokum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: