- Advertisement -

Líkir fullveldi Íslands við salamipylsu

Bjarni Benediktsson.
Gunnar Bragi sækir myndlíkingar í búr Bjarna um leið og hann sneiðir að Valhallarflokknum.
Skjáskot: Víglínan.

„Orkupakk­arn­ir eru dæmi um þetta og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ber ábyrgð á því að inn­leiða orku­stefnu ESB á Íslandi,“ skrifar Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi varaformaður sama flokks, í Moggann í dag.

„Ég og marg­ir aðrir vöruðum sterk­lega við því að þetta yrði gert því með því væri verið að und­ir­búa jarðveg fyr­ir næsta orkupakka sem er á fullri ferð inn­an samþykkt­ar­ferl­is ESB. Þeir orkupakk­ar sem á eft­ir koma munu miða að því að miðstýra m.a. ákvörðun­ar­valdi um verðlagn­ingu og hvernig farið verður með orku sem verður til á Íslandi enda lít­ur ESB á orku sem hverja aðra vöru.“

Sóknarfæri Miðflokksins er þarna. Eldri íhaldsmenn eru á móti orkupökkunum. Þangað mun Miðflokkurinn sækja í von um að auka fylgi sitt. Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar þarf að taka til varna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Gunnar Bragi leitar í búr Bjarna Benediktssonar í leit að myndlíkingu. Bjarni sagði jú eitt sinn að hann væri eins og skyr, það er hrærður. Gunnar Bragi líkir sjálfstæði Íslands við pylsu:

„EES-sam­starfið hef­ur verið Íslend­ing­um já­kvætt á ýms­an hátt, sér­stak­lega þegar kem­ur að því að keppa á viðskiptalegum for­send­um inn­an Evr­ópu. En sam­starfið hef­ur í raun þró­ast á þann veg að full­veldi Íslands má líkja við salamipylsu þar sem ein sneið er skor­in í einu og snædd af ESB,“ skrifar Gunnar Bragi og segir svo:

„Á þess­ari sneið pyls­unn­ar bera ut­an­rík­is- og ferðamálaráðherra ábyrgð.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: