- Advertisement -

Lilja boðar hækkun eftirlaunaaldurs

„Að öll­um lík­ind­um þarf að hækka eft­ir­launa­ald­ur á Íslandi. Það yrði liður í því að auka hag­sæld hér á landi og um leið fæli það í sér kerf­is­breyt­ingu sem væri til þess fall­in að ryðja hindr­un­um úr vegi á vinnu­markaði,“ segir Lilja Dögg Alferðsdóttir varaformaður Framsóknar í Moggafrétt.

„Hún seg­ir mikla þátt­töku ein­stak­linga á vinnu­markaði, þá sér­stak­lega kvenna, hafa lagt grunn að þeirri hag­sæld sem við búum við í dag en til að sporna við fækk­un á vinnu­markaði á kom­andi árum þurfi að gefa ein­stak­ling­um kost á því að starfa leng­ur,“ segir hún í fréttinni.

„Við þurf­um að vera opið hag­kerfi og þegar það er skort­ur á vinnu­afli þá tel ég að við eig­um að vera opin fyr­ir því að fólk geti komið hér og starfað, annaðhvort tíma­bundið eða ef fólk vill setj­ast hér að,“ seg­ir Lilja Dögg aðspurð um frek­ari breyt­ing­ar sem ráðast þarf í. Meðal þess sem rætt er í þætt­in­um er staða mála í Jap­an en þar rík­ir nú krísu­ástand í efna­hags­mál­um sök­um skorts á vinnu­afli.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: