- Advertisement -

„Mér er gjörsamlega óglatt“

Inga Sæland:

„Ekki hef­ur tek­ist að rekja upp­runa kór­ónu­veiru­smits­ins sem greind­ist í gær en rakn­ing og raðgreining standa nú yfir. Niður­stöður úr þeim verða ljós­ar síðar í dag. Sá smitaði var ekki í sótt­kví. Þórólf­ur Guðna­son sóttvarnarlæknir tel­ur að ástæða sé til þess að hafa áhyggj­ur af smit­inu. 30 af 34 smituðum fram­vísuðu nei­kvæðu vott­orði.

Skyldi Íslandsstofa markaðssetja og selja landið okkar erlendum ferðamönnum um leið og þeir bendi þeim á að allir geti verslað sér falsað bólusetningarvottorð á netinu fyrir 25 dollara stykkið.

Við fordæmum algjörlega þennan innflutning á fjórðu bylgju faraldursins til landsins.

Mér er gjörsamlega óglatt. Allt tal ráðherraliðsins um að líf og heilsa landsmanna sé sett í fyrsta sæti er hjómið eitt. Aðgerðir þeirra nú tala sínu máli. Það þarf engan sérfræðing til að sjá hverjir raunverulega stýra þessu landi.

Flokkur Fólksins hins vegar segir: Fólkið fyrst svo allt hitt!

Við fordæmum algjörlega þennan innflutning á fjórðu bylgju faraldursins til landsins.

Aðgerðirnar eru algjörlega óafsakanlegar um leið og að vera óskiljanlegar.

Ekkert á borði stjórnvalda sem sýnir ábatann af því að taka þessa áhættu með líf okkar og heilsu.

Hvað með sumarið framundan þegar blússandi Coved kollríður samfélaginu, hver á þá að ferðast innanlands? Ég bara spyr? Svarið liggur að vísu í augum uppi. ENGINN.

Við munum svipt öllu frelsi og þurfa að sitja heima sem aldrei fyrr með afbrigði af veirunni sem tekur okkur mun öflugar en við þekkjum til þessa.

Við höfum unnið saman og viljað komast út úr þessum brimskafli saman, en nú sendir ríkisstjórnin okkur fingurinn og gerið ekkert með það sem við höfum lagt á okkur til þessa. Ég á ekki nógu stór orð til að lýsa andúð minni á þessum aðgerðum, eða réttara sagt ég á þau til en læt þau vera engu að síður.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: