- Advertisement -

Mörg farrými eru í Engeynni hans Bjarna

Bjarni Benediktsson taldi sig eflaust snjallan þegar hann sagði okkur öll vera í sama bátnum. Ef nota má þá myndlíkinguna þá er spurt; hvað eru mörg farrými í bátnum hans Bjarna? Þau eru nokkur.

Bjarni er í háum forréttindahópi. Fámennum þó, en valdamiklum. Fáum, kannski engum, dylst að þau sem efst standa í mannvirðingametum Bjarna líta óhikað niður á það fólk sem neðar stendur. Ekki er gerð minnsta tilraun til að fela það.

Um borð í Engeynni hans Bjarna eru einnig góðir vinir hans og hans fólks. Bjarni hefur lyklavöldin að ríkiskassanum. Óhikað og feimnislaust skammtar hann vinum og vandamönnum úr kassanum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…fádæma harðbrjósta maður.

Um borð í nýju Engeynni er fólk sem hefur það bágt. Fólk sem er dæmt til fátækar. Bjarni er stundum minntur á það fólk. Fólkið sem er neðst í mannvirðingametum Bjarna. Honum er annað hvort nákvæmlega sama um þetta fólk, eða hann er fádæma harðbrjósta maður.

Um borð eru margt meðvirkt fólk. Fólk sem hefur þáð góðan viðurgjörning gegn því að líta undan óréttlætinu sem Bjarni og hirðin hans hafa skapað. Um það gapandi bil sem er milli fólksins um borð í nýju Engeynni hans Bjarna verður kosið.

Ekkert mun gleymast. Þau sem nú þurrka sér um munnvikin eftir að hafa lifað í ofgnótt í „veislu“ Bjarna verða að svara fyrir veruna á fyrsta farrými um borð í nýju Engeynni. Svo er hið minnsta vonandi.

Bjarni er enginn snillingur í myndlíkingum. Að segja okkur öll vera í sama báti er fullkomlega mislukkað. Sama má segja þegar hann var eitt sinn endurkjörin formaður Sjálfstæðisflokksins þegar hann sagðist vera eins og skyr, hrærður.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: