- Advertisement -

Okkar Snowden

…mútugreiðslum, peningaþvætti, skattaundanskotum og arðráni á auðlindum þróunarríkja.

Sigurjón Þórðarson skifar:

Frá árinu 2013 hafa hugumprúðir þingmenn einkum úr sveit Pírata talað máli ameríska uppljóstrarans Edward Snowdens.
Gengu Píratar svo hart fram hér um árið, að þeir vildu gera hann að íslenskum ríkisborgara.
Málstaður Snowden á sér víðtækan stuðning enda er erfitt að skilja hvers vegna maður þurfi að óttast refsingu, sem hefur unnið sér það eitt til óhelgis að ljóstra upp um ólöglegar njósnir sem beindust gegn almenningi. Furðulegt er beinlínis það hlutskipti hans að þurfa að leita á náðir Rússa vegna ofsókna ríkis einstaklingsfrelsisins þ.e. Bandaríkjanna.

Einhverra hluta vegna fer minna fyrir því að þeir þingmenn sem fóru mikinn í þágu ameríska uppljóstrarans, taki upp á arma sína málstað hins alíslenska Jóhannesar Stefánssonar, sem sætti ofsóknum og glímir við heilsubrest eftir að það hafi verið eitrað fyrir honum. Upplýsingarnar sem hann kom á framfæri hafa orðið tilefni til alþjóðlegra rannsókna á; mútugreiðslum, peningaþvætti, skattaundanskotum og arðráni á auðlindum þróunarríkja.

Það er rétt að spyrja hvers vegna ráðamenn sem höfðu hátt í máli Snowdens og lásu upp texta hans opinberlega, virðast vera hálffeimnir við að ræða mál sem snertir heimahaga?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: