- Advertisement -

Ólafur Ragnar er eins og jóðlari, músíkin er ekki fögur en maður dáist af hæfninni

Gunnar Smári skrifar:

Ólafur Ragnar er alltaf að leita að einstöku hlutverki Íslands í veraldarsögunni. Meðan ég hlustaði á hann í Silfrinu tala um alla þá athygli sem Ísland fengi fyrir framúrskarandi árangur sinn og hvernig nýta mætti það til að byggja hér upp einskonar sóttkvíar-túrisma, rifjaðist upp fyrir mér að þegar bandaríski herinn fór nefndi Ólafur Ragnar það við kínversk yfirvöld (ætli hann hafi ekki sagst hafa haft samband við vin sinni Hu Jintao) hvort Kínverjar vildu ekki breyta Keflavíkurflugvelli í einskonar vöruhús, fríhöfn og umskipunarflughöfn fyrir kínverskar vörur. Ólafur Ragnar ólst upp á þeim tíma að íslensk stjórnvöld gátu kreist úr Marshall-aðstoð án þess að hafa orðið fyrir nokkru tjóni í stríðinu, þvert á móti stórefnast á stríðstímanum, vegna sérstöðu landsins; legu þess fyrst og fremst. Og öll sín fullorðinsár hefur hann leitað að svona ás til að nota gagnvart stórveldunum. Undanfarnar áratugi hefur það verið það sem ÓRG metur sem einstaka stöðu Íslands milli Vesturland annars vegar og Rússa og Kínverja hins vegar í Norðurskautsráðinu (Ólafur Ragnar styður það að Indverjar fái að vera með, að Himalaya-fjöllin verði skilgreind sem einskonar póll, en hann telur sig eiga marga trausta vini á Indlandi). Og nú er það covid, sérstakt erindi og einstök staða Íslands í veröldinni eftir kóróna.
Það er ekki annað hægt en að dást að Ólafi. Hann er eins og jóðlari, manni finnst músíkin kannski ekki fögur en maður dáist af hæfninni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: