- Advertisement -

Ömmi og Smári á Skipaskaga

Ég verð á fundi Ögmundar Jónassonar, Til róttækar skoðunar: Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim! á Akranesi á eftir. Þetta er fyrsti kvótafundurinn okkar úti á landi, en þeir verða örugglega fleiri. Ég mun ræða auðlindina, hver á hana, hver hafa nýtt hana og hverjir fá arðinn af henni og lýsa því hvernig kvótakerfið virkar; hvernig það flytur í raun allan kvóta til hinna allra stærstu og færir þeim ekki bara arðinn af auðlindinni heldur hagnaðinn af samþjöppun, fækkun starfa og eyðingu byggða. Á eftir hlustum við á heimamenn lýsa áhrifum kvótans á bæinn. Fundurinn hefst kl. 12 í Gamla kaupfélaginu. Þið eruð öll velkomin, Skagamenn sem allt annað fólk. Ég veit um nokkur sem ætla að keyra upp eftir úr bænum, enda er það upplifun að ræða kvótann í byggðarlagi sem hefur orðið rækilega fyrir barðinu á kerfinu.

Í eftirmiðdaginn, kl. 14:30, verður síðan kynningarfundur um Sósíalistaflokkinn í Stúkuhúsinu á Akranesi. Þar verð ég með fólki úr félagsstjórn flokksins, Sönnu Magdalenu borgarfulltrúa og fleira góðu fólki að ræða um erindi Sósíalistaflokksins inn í Íslenskt samfélag, hvað við erum að gera og hvernig við ætlum að ná árangri.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: