- Advertisement -

Ráðuneyti Bjarna faldi upplýsingar

Áður hef­ur verið fjallað um þann mikla kostnað sem fjár­málaráðuneytið, Seðlabank­inn og Lind­ar­hvoll (sem er í eigu rík­is­ins) hafa greitt Íslög­um vegna vinnu stof­unn­ar fyr­ir fyrr­nefnda aðila.

„Fjár­mála- og efna­hags­málaráðuneyt­inu var – þrátt fyr­ir mót­mæli – gert skylt, sam­kvæmt úr­sk­urði úr­sk­urðar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál, að af­henda fé­lag­inu Frigus II ehf. reikn­inga frá lög­manns­stof­unni Íslög­um ehf. án þess að afmáðar væru upp­lýs­ing­ar um tíma­gjald, tíma­fjölda og það tíma­bil sem vinna Íslaga fór fram. Ráðuneytið hafði, eft­ir ít­rekaðar beiðnir, áður látið gögn­in af hendi en þá var búið að afmá um­rædd­ar upp­lýs­ing­ar. Þegar ráðuneytið af­henti reikn­ing­ana aft­ur, þá með tíma­gjaldi og tíma­fjölda, var þó búið að afmá upp­lýs­ing­ar um tíma­bilið sem vinna Íslaga fór fram,“ þetta er úr forsíðufrétt viðskiptakálfs Moggans í dag.

„Sam­kvæmt gögn­um sem ViðskiptaMoggi hef­ur und­ir hönd­um hef­ur úr­sk­urðar­nefnd­in staðfest að af­hend­ing ráðuneyt­is­ins á gögn­un­um sam­ræm­ist ekki úr­sk­urði henn­ar,“ segir næst í fréttinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ekki liggja fyr­ir upp­lýs­ing­ar um það hvort tíma­skýrsl­ur hafi fylgt þeim reikn­ing­um sem send­ir voru.

Næst segir: „Í þeim sam­skipt­um sem úr­sk­urðar­nefnd­in átti við ráðuneytið kem­ur einnig í ljós að eng­ar tíma­skýrsl­ur fylgdu reikn­ing­un­um, en þar eru til­greind­ir um 460 seld­ir tím­ar.“

Þetta er hreint ótrúlegt. Þetta er stórfrétt. Hvað er verið að fela?

„Íslög eru í eigu Stein­ars Þórs Guðgeirs­son­ar lög­manns. Áður hef­ur verið fjallað um þann mikla kostnað sem fjár­málaráðuneytið, Seðlabank­inn og Lind­ar­hvoll (sem er í eigu rík­is­ins) hafa greitt Íslög­um vegna vinnu stof­unn­ar fyr­ir fyrr­nefnda aðila. Viðskipta­blaðið greindi frá því sum­arið 2021 að stof­an hefði fengið tæp­lega 240 millj­ón­ir greidd­ar frá ár­inu 2018, en kostnaður­inn hef­ur hækkað síðan þá. Sam­kvæmt vefsíðunni opn­ir­reikn­ing­ar.is hef­ur fjár­málaráðuneytið eitt og sér greitt Íslög­um um 30 millj­ón­ir króna frá 2021. Við nán­ari at­hug­un sést að Íslög hafa fengið meg­inþorr­ann af öll­um greiðslum ráðuneyt­is­ins vegna lög­fræðiráðgjaf­ar á liðnum árum.“

„Við laus­leg­an út­reikn­ing ViðskiptaMogga má ætla, miðað við það tíma­gjald og þann af­slátt sem fram kem­ur á reikn­ing­un­um eft­ir að þeir voru af­hent­ir í annað sinn, að vinnu­stund­ir Íslaga fyr­ir ráðuneytið telji um 3.500 klst. frá ár­inu 2018. Ekki liggja fyr­ir upp­lýs­ing­ar um það hvort tíma­skýrsl­ur hafi fylgt þeim reikn­ing­um sem send­ir voru,“ segir í fréttinni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: