- Advertisement -

Raunir Ragnheiðar ráðherra

Umræða Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra er ekki í stuði. Náttúrupassamálið eitt á að duga til að sanna að svo sé. Henni tókst að bæta öðru máli við. Máli sem ætlar að verða henni ekki til minni vandræða en náttúrupassinn.

Ragnheiði Elínu er vorkunn hvað varðar náttúrupassann. Hún hafði stuðning við málið, héðan og þaðan í samfélaginu. Flest það fólk sem studdi ráðherrann og málið í upphafi hefur snaarsnúist í afstöðu sinni. Samherjar Ragnheiðar Elínar eru núna andstæðingar hennar í málinu. Viðsnúningurinn kom henni á óvart.

Málið er til meðferðar í atvinnuveganefnd sem þarf að gera tvennt. Bjarga illu máli og gera það með þeim hætti að einhver bragur verði á ráðherranum, að Ragnheiður Elín haldi andlitinu.

Við hefur bæst annað mál. Ekki síðra til vandræða. Ívilnunarsamningurinn við Matorku gerir í raun meira en að falla í grýttan jarðveg. Flokksfélaga Ragnheiðar Elínar snúast, margir hverjir hið minnsta, gegn henni í málinu. Matorka fær eina þá mestu fyrirgreiðslu sem hægt er að veita fyrirtæki til að framleiða bleikju, en nóg er framleitt af bleikju. Gjörningur ráðherrans mætir mikilli andstöðu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þessi tvö mál eru þau mál sem helst eru tengd við Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Hvorutveggja vandræðamál mikil.

Sigurjón Magnús Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: