- Advertisement -

Ríkisstjórnin og dómararnir

Leiðari Guðlaugur Þór Þórðarson hefur það hlutverk að úthluta nokkrum dómaraembættum. Hann er ekki tilbúinn, að eigin sögn, fékk ekki nógu gott veganesti frá skipaðri nefnd í málinu.

Okkur hin grunar öll að allt sé klappað og klárt. Vinstri græn fá einn dómara, Framsókn einn og Sjálfstæðisflokkurinn rest. Skýringar koma síðan eftir á og ef þær duga ekki, þá verður bara svo að vera.

Allt er þetta hvort eð er gert án ábyrgðar. Þó mest sé talað um efnahagslegan stöðugleika og eins félagslegan stöðugleika, verður einnig að halda stöðugleika í dómskerfinu. Það er svo augljóst.

Það eru jú þrír íhaldsflokkar í ríkisstjórn og það er þeirra göfugasta markmið að viðhalda því sem er, gæta að allskyns stöðugleikum. Þau kunna leikinn. Verði tímabundinn áþægindi vegna þessa, þá verður svo að vera.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Öll él birtir upp um síðir, það veit ráðafólkið. Vissulega er von um að síðasti stórleikur dómsmálaráðherra dragi úr kjarkinum nú, en það er samt afar ólíklegt. Samt er von. Sjáum til, en íhaldssemin er sterk. Hér er veðjað á hana.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: