- Advertisement -

„Rósu-áhrifin“ og flokkaflakk

Gunnar Smári:

Í breytingum á fylgi gömlu vinstri flokkanna má merkja það sem kalla mætti Rósu-áhrifin. Síðasta könnun MMR áður en Rósa Björk Brynjólfsdóttir hætti í VG um miðjan september sýndi fylgi VG í 8,5%. Það mældist síðast, um miðjan febrúar í 13,5%. Þetta er 5 prósentustiga uppsveifla, ígildi um 12.500 kjósenda.

Í nóvember, áður en Rósa gekk í Samfylkinguna, sýndi MMR flokkinn með 16,7% fylgi en um miðjan febrúar var fylgið komið niður í 13,1%. Þetta er niðursveifla upp á 3,6 prósentustig eða um 9 þúsund kjósendur.

Miðað við Gallup lyfti brotthvarf Rósu Bjarkar VG úr 12,6% í 13,4%, en innkoma Rósu í Samfylkinguna ýtti flokknum úr 17,1% í 14,4%.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er of stutt síðan Andrés Ingi Jónsson gekk til liðs við Pírata að hægt sé að merkja áhrif þess á fylgi flokksins. En síðasta mæling MMR á fylgi VG áður en hann hætti þar sýndi flokkinn með 10,6% fylgi (hann er nú með 13,5%) og Gallup sýndi 13,6% fylgi (VG er nú með 13,4%).  Brotthvarf Andrésar Inga hafði því ekki jafn augljóslega jákvæð áhrif á fylgi VG og brotthvarf Rósu.

Áður en þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason skipti úr Flokki fólksins yfir í Miðflokkinn, fyrir Klausturmálið, mældist Miðflokkurinn með 13,1% hjá MMR og Flokkur fólksins 7,6%. Samanlagt fylgi þessara flokka var 20,8%. Í dag er fylgi Miðflokksins 8,0% og Flokks fólksins 3,6%, samanlagt 11,6%.

Hjá Gallup var Miðflokkurinn með 12,0% fyrir Klausturmál og mannaskipti og Flokkur fólksins með 6,2%, samanlagt 18,2%. Í síðustu mælingu Gallup var Miðflokkurinn með 7,3% og Flokkur fólksins með 4,0%, samanlagt 11,3%.

Það er erfitt að tengja þessar sveiflur þeim Ólafi og Karli. Þótt fylgi við Miðflokkinn hafi vissulega dregist saman við inngöngu þeirra þá hefur fylgið við Flokk fólksins ekki aukist við brotthvarf þeirra.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: