- Advertisement -

Segir panikkástand vera í Reykjavík

Reykjavíkurborg er að missa heila kynslóð í önnur sveitarfélög. Heila kynslóð.

Vigdís Hauksdóttir.

Vigdís Hauksdóttir segir: „Reykjavíkurborg var höfð í heimatilbúinni skortstöðu hvað varðar lóðaframboð í fleiri, fleiri ár. Í framsöguræðu borgarstjóra var hins vegar hruninu að venju kennt um og gagnaskorti. Hvaða stjórnsýsla er það að heildaryfirsýn vanti vegna vöntunar gagna?“

Þetta kemur fram í bókun hennar á síðasta borgarstjórnarfundi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Nú eru mikil fagnaðarlæti hjá meirihlutanum að uppbygging er farin af stað. Því miður er það of seint og þar að auki er nær einungis byggt upp á þrengingarreitum í skugga þar sem fermetraverð er mjög hátt. Reykjavíkurborg er að missa heila kynslóð í önnur sveitarfélög. Heila kynslóð. Minnt er á að Reykjavíkurborg lét prenta og dreifa fasteignabæklingi á kostnað útsvarsgreiðenda upp á níu milljónir til að vekja athygli á miklu magni tómra íbúða í eigu fjármagnseiganda. Það er panikkástand.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: