- Advertisement -

Segir vandræðin skaða Sjálfstæðisflokkinn

Vilhjálmur Bjarnason.

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn geld­ur fyr­ir þá óánægju og það ástand sem rík­ir vegna biðlista og „neyðarástands“ á bráðadeild­um. Af­neit­un á vanda eyðir ekki óánægju,“ skrifar Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, í Moggagrein í dag.

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur á að skipa her­deild fólks, sem er full­fært um að móta stefnu flokks­ins í heil­brigðismál­um nú þegar. Ef vand­inn er ein­ung­is sá að erfitt er að koma sjúk­ling­um á lang­legu­deild­ir, þá verður að viður­kenna þann vanda,“ skrifar Vilhjálmur.

Vilhjálmur hefur áhyggjur af stöðu flokksins nú þegar óðum styttist í kosningar og markar sjálfum sér pláss á þeim bás. „Rekst­ur heil­brigðis­kerf­is­ins er ekki ein­fald­ur og mörg­um finnst langt í rétt­læti. Það er full þörf á að fjalla áfram um þenn­an mála­flokk. Það mun ég gera því óánægja er ekki viðun­andi fylgi­fisk­ur í næstu kosn­ing­um.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: