- Advertisement -

Sitjandi þingmenn í bráðri fallhættu

Gunnar Smári skrifaði:

Ásmundur Einar dettur inn sem síðasti uppbótarmaður á minna fylgi en Lilja Alfreðsdóttir og margir aðrir Framsóknarmenn. En svo er kerfið.

Þarna má sjá fylgi flokka eftir kjördæmum og leika sér að því að teikna upp þingheim samkvæmt þessari niðurstöðu, þótt könnunin sé of veik til þess. En ef þetta gengi eftir, þá myndi verða jafnvægi milli flokka, það er að uppbótarmennirnir myndu ganga upp. Það er oftar sem það gerist að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fái of marga þingmenn miðað við heildaratkvæði.

En hvað um það. Þingheimur væri svona:

Sjálfstæðisflokkur: Arnar Þór Jónsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Bjarni Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Haraldur Benediktsson, Hildur Sverrisdóttir, Jón Gunnarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Vilhjálmur Árnason og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

VG: Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, Bjarni Jónsson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Hólm­fríður Árna­dótt­ir, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Orri Páll Jóhannsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir og Una Hildardóttir.

Píratar: Álfheiður Eymarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Einar Brynjólfsson, Halldóra Mogensen, Magnús Davíð Norðdahl og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Samfylkingin: Helga Vala Helgadóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Kristrún Frostadóttir, Logi Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Framsókn: Ásmundur Einar Daðason, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Jóhann Friðrik Friðriksson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Stefán Vagn Stefánsson og Willum Þór Þórsson.

Viðreisn: Daði Már Kristófersson, Guðbrandur Einarsson, Hanna Katrín Friðriksson, Sigmar Guðmundsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Sósíalistar: Gunnar Smári Egilsson, Haraldur Ingi Haraldsson, Helga Thorberg og Katrín Baldursdóttir.

Miðflokkurinn: Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Karl Gauti Hjaltason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Þarna er margt skrítið. Ásmundur Einar dettur inn sem síðasti uppbótarmaður á minna fylgi en Lilja Alfreðsdóttir og margir aðrir Framsóknarmenn. En svo er kerfið. Miðflokksmenn eru fjórir karlar og Logi Einarsson verður eini karlinn meðal kvenna í þingflokki Samfylkingarinnar, sem er orðinn einskonar Kvennalisti. Píratar eiga mann úr öllum kjördæmum, sem þættu tíðindi og verða að teljast ólíkleg niðurstaða.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: