- Advertisement -

Sjálfsmörk Willums Þórs ráðherra

Fótboltamaðurinn og þjálfarinn fyrrverandi, Willum Þór Þórsson, hefur skorað tvö sjálfsmörk, hið minnsta, á skömmum ferli sem heilbrigðisráðherra.

Á Þorláksmessu lét hann undan kvörtunum og gerði undanþágu fyrir tónleika, skötuát og meðfylgjandi brennivínsdrykkju og til að veitingastaðir fengju að hafa opið. Hann fylgdi ekki ráðum Þórólfs Guðnasonar. Stóð ekki í fæturna.

Heldur ekki með að fresta skólastarfi í fáa daga. Rétt á meðan mesta álagið er á Landspítalanum. Enn stóð kennarinn fyrrverandi ekki í fæturna.

Willum kýs að tefla heilbrigðinu í tvísýnu. Willum getur ekki staðið í fæturna þegar þeir sem hafa hagsmuni af, hringja í hann. Það er hreint ómögulegt fyrir hann. Og þjóðina.

Eitt er víst, Willum þarf að efla varnarleikinn. Þetta bara gengur ekki. Í fótboltanum eru þjálfara reknir ef þeir standa sig ekki. Willum getur róað sig við þá staðreynd að það á ekki við í pólitíkinni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: