- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur ræði fylgishrunið

Styrmir Gunnarsson:
Hins vegar má telja líklegt að eitt helzta markmið margra vinstri flokka í næstu kosningum verði að útiloka flokkinn frá aðild að ríkisstjórn. 

„Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup kemur enn ein vísbending um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á síðasta rúmum áratug, þ.e. frá Hruni, tapað nálægt 15 prósentustigum af almennu fylgi sínu frá fyrri tíð. Fylgi flokksins nú mælist 22,8% en var yfirleitt á bilinu 37-38% en stöku dæmi um mun minna fylgi,“ skrifar Styrmir Gunnarsson, á styrmir.is.

„Þessi veruleiki hefur lítið sem ekkert verið ræddur á opnum fundum í Valhöll, þótt hann hafi vafalaust verið ræddur bæði í þingflokki og miðstjórn. Framundan er landsfundur í nóvember, þótt augljóslega geti orðið breytingar á tímasetningu hans vegna faraldursins. En hvort sem hann verður þá eða síðar er augljóst að tími er kominn á opnar umræður á vettvangi flokksins um þetta fylgistap og hvernig við því skuli bregðast.“

Styrmir hefur áhyggjur: „Í ljósi þess, að þingkosningar fara fram að ári liðnu er eðlilegt að sá landsfundur snúist að töluverðu leyti um það hvernig flokkurinn á að bregðast við þessu fylgistapi og hvaða breytingar eru æskilegar á stefnumiðum og áherzlum til þess að Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti sitt fyrra fylgi meðal kjósenda. Þrátt fyrir þetta mikla fylgistap hefur flokksforystunni gengið betur en hægt var að búast við í ljósi þess að tryggja flokknum aðild að ríkisstjórn.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Styrmir sér hættur framundan: „Hins vegar má telja líklegt að eitt helzta markmið margra vinstri flokka í næstu kosningum verði að útiloka flokkinn frá aðild að ríkisstjórn. Það verður auðveldari leikur verði úrslit þingkosninga áþekkar skoðanakönnunum síðustu ára.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: