- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki að selja banka

Sigmundir Ernir.

Sigmundur Ernir skrifar leiðara Fréttablaðsins. Þar segir meðal annars:

„Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er fráleitt nokkur hvítþvottur og miklu heldur áfellisdómur um sleifarlag, vankunnáttu og spillingu í boði hins opinbera sem þarfnast frekari rannsóknar við. Á það hlýtur Alþingi að kalla ef það á annað borð tekur eitt af meginhlutverkum sínum alvarlega, en það lýtur að eftirliti með fjárreiðum ríkisins

Eftir stendur að Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki að selja banka. Og það er ekki nokkur von til þess að landsmenn treysti honum fyrir sölu á frekari hlut í Íslandsbanka, eða öðrum bönkum, sem ofan í kaupið setur fjármálaáætlun næstu ára í uppnám.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í leiðaranum segir einnig:

„Fjármála- og efnahagsráðuneyti mátti vera ljóst að hjá Bankasýslu ríkisins störfuðu einungis þrír starfsmenn með enga reynslu af sölu ríkiseigna með tilboðsfyrirkomulagi og takmarkað svigrúm til almennrar upplýsingagjafar,“ segir orðrétt í skýrslunni. Heyr á endemi. Og allt saman var þetta gert með blessun ríkjandi stjórnvalda sem viðurkenna, ýmist með semingi eða sæmilega fortakslaust, að salan hafi verið klúðursleg. En þó ekkert umfram það.

Ábyrgðin á þessum galna gerningi er svo auðvitað engin eins og við má búast af íslenskri pólitík. Stjórnarandstaðan hefur vitaskuld kallað eftir því að fjármálaráðherra, hið minnsta, stígi til hliðar á meðan á óháðri framhaldsrannsókn stendur, en læsir menn á landsmálin vita sem er að ekkert verður af því í stjórnmálamenningu sem leyfir æðstu valdhöfunum alltaf að njóta vafans, hvað svo sem á gengur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: