- Advertisement -

Sjálstæðisflokkur verði í stjórnarandstöðu

Þetta árið eru kosningar haldnar á sérkennilegum tíma, um haust en ekki vor. Ástæðan er augljós. Ríkisstjórnarflokkarnir vilja halda í völdin eins lengi og mögulegt er. Erfitt er að sjá fyrir sér að þjóðin verði í sumar full eldmóðs vegna tilhugsunar um kosningar sem vitanlega hefði átt að halda nú í vor,“ skrifar Kolbrún Bergþórsdóttir í leiðara Fréttablaðsins.

„Tímasetning kosninganna kann að vera vísbending um að formenn ríkisstjórnarflokkanna geri sér grein fyrir því að dagar þessarar ríkisstjórnar séu senn taldir. Þess vegna kjósa þeir að hanga á ráðherrastólunum nokkrum mánuðum lengur. Það léttir þeim örugglega ekki lífið að hluti stjórnarandstöðunnar er farinn að tala eins og hún sé um það bil að setjast í ráðherrastólana, við hlið hins ástsæla formanns Vinstri grænna, Katrínar Jakobsdóttur. Ljóst er að Sjálfstæðisflokknum er ætlað að vera úti í kuldanum. Hann mun hafa gott af því, engum einum flokki er hollt að vera of lengi við stjórn. Landsmenn hafa líka gott af því að uppgötva að það er vel hægt að stjórna landinu án afskipta Sjálfstæðisflokksins. Allavega er þá von til þess að látið verði af hinu stórfurðulega og um leið óhuggulega dekri við útgerðarauðvaldið,“ skrifar  Kolbrún og bætir við:

„Ýmislegt bendir til að breytingar verði í pólitíkinni á þessu ári. Það er til nokkurs að hlakka.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: