- Advertisement -

Skemmdarverkamaðurinn Sigmundur Davíð

Um VG: Aumt verður þeirra hlutskipti í sögunni þegar frá líður.

Gauti Kristmannsson prófessor er sýnilega ekki aðdáandi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

„Það sem gerðist síðan í aðdraganda kosninga 2013 var þinginu til skammar, en þar hóf Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eyðileggingarherferð sína með málþófi, eins og hann hefur iðkað reglulega síðan til að spilla fyrir málum sem meirihluti er fyrir í þinginu. Glæsilegt dæmi um lýðræðishugsun það,“ skrifar Gauti í grein sem Fréttablaðið birtir í dag.

„Verri er þó fyrirlitningin gagnvart þjóðinni sjálfri, þjóðinni sem ákvað afdráttarlaust í þjóðaratkvæðagreiðslu að nota bæri tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Flokkarnir sem hafa stýrt landinu síðan hafa hunsað þessa niðurstöðu meira og minna og er það þeim til minnkunar, svo ekki sé meira sagt. Þeir eru í raun að bera sig sem andlýðræðissinnaða f lokka sem telja að þeir hafi valdið en ekki þjóðarviljinn,“ skrifar prófessorinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Katrín Jakobsdóttir formaður VG.
Aumt er það hlutskipti stjórnmálamanna sem ropa og gapa um lýðræði alla daga en haga sér síðan á þveröfugan hátt í raun.

Gauti rifjar upp að í október 2012 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla með sex spurningum um nýja stjórnarskrá og var meirihluti fylgjandi þeim öllum, 64% vildu að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, 74% vildu auðlindaákvæði í hana.

Það er ekki bara Sigmundur Davíð sem fær á baukinn í greininni.

„Aumt er það hlutskipti Vinstrigrænna sem á sínum tíma stóðu að málinu sem kæft var í meðförum þingsins og hafa nú, andstætt þjóðarviljanum, staðið fyrir einhverri málamiðlun við hina andlýðræðislegu flokka, svo að hagsmunaöflin, sem þeir gæta, geti fengið að valsa áfram um þjóðareignir að vild. Aumt er það hlutskipti stjórnmálamanna sem ropa og gapa um lýðræði alla daga en haga sér síðan á þveröfugan hátt í raun. Aumt verður þeirra hlutskipti í sögunni þegar frá líður.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: