- Advertisement -

Skipta störf Eflingarfólks svo miklu máli?

Helgi Laxdal, fyrrum formaður Vélstjórafélagsins, skrifar:

…ef félagsmenn Eflingar leggi niður störf verði samfélagið meira og minna lamað.

„Nú gengur mikið á hjá fulltrúum hinna ýmsu fyrirtækja vegna væntanlegrar vinnustöðvunar félagsmanna Eflingar. Af fréttum að dæma má reikna með því að ef félagsmenn Eflingar leggi niður störf verði samfélagið meira og minna lamað. Það kom mér að vissu leyti á óvart þar sem ég var svo bláeygur að telja að störf sem eru jafn illa launuð og þau sem félagsmenn Eflingar sinna þá mundi litlu skipta fyrir samfélagið hvort þeim væri sinnt eða ekki. Ég hélt að það væru bara störfin sem metin til hárra launa sem skiptu máli eins og t.d. störf bankastjóra, framkvæmdastjóra orkufyrirtækja, bæjarstjóra svo ekki sé nú minnst á alþingismennina okkar. Að vísu ekki sjórnarandstöðuna hverju sinni þar sem það er nokkuð ljóst að ef hún færi í verkfall mundu störfin á Alþingi ganga mun betur án þess að niðurstaða hinna ýmsu mála sem þar eru afgreidd mundu raskast á nokkurn hátt. yrði jafnvel vandaðri.

Eftir að hafa velt þessu máli nokkuð fyrir mér held ég að við verðum að líta meira á mikilvægi hinna ýmsu starfa fyrir samfélagið í stað þess að líta eingöngu á starfsheitin og menntun þeirra sem störfunum sinna þar sem flestar starfssöðvar eru óstarfhæfar nema að öllum verkþáttum sem þar þarf að inna af hendi sé sinnt allt frá hreinlæti til forstjóra.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: