- Advertisement -

Svandís, af hverju ekki Krabbameinsfélagið?

„Af hverju telur ráðherra ástæðu til þess að hverfa frá núverandi fyrirkomulagi og semja ekki aftur við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins um að sjá um skimanir?“

Þetta er ein af átta spurningum sem ein af átta spurningum sem Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki lagði fyrir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.

Annars eru spurnignarnar þessar:

     1.      Ætlar ráðherra að standa við boðaða ákvörðun um að færa í árslok 2020 framkvæmd skimana fyrir legháls- og brjóstakrabbameini frá Krabbameinsfélaginu til ríkisins, þ.e. til heilsugæslunnar og Landspítala?

     2.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja nægt fjármagn til verkefnisins þannig að þjónustan við brjóstaskimun skerðist ekki frá því sem nú er og hver er áætlaður kostnaður við breytingarnar?

     3.      Af hverju telur ráðherra ástæðu til þess að hverfa frá núverandi fyrirkomulagi og semja ekki aftur við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins um að sjá um skimanir?

     4.      Hvernig verður haldið utan um gagnagrunn Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og aðrar persónugreinanlegar upplýsingar, sem þar eru geymdar, við fyrirhugaðar breytingar og hvar verður frumurannsóknarstofu fyrir komið?

     5.      Að hvaða leyti telur ráðherra að Landspítalinn sé betur til þess fallinn en Leitarstöð Krabbameinsfélagsins að sinna leit að brjóstakrabbameini? Er tryggt að spítalinn hafi það sem til þarf til að taka við þessu verkefni, t.d. húsakost, fagþekkingu, tæki og mannafla, svo sem röntgenlækna?

     6.      Hefur fyrirkomulagið sem hingað til hefur þekkst með samningi við Krabbameinsfélagið verið gagnrýnt? Ef svo er, hvers eðlis hefur sú gagnrýni verið; fagleg eða fjárhagsleg?

     7.      Hvernig hyggst ráðherra leggja mat á gæði nýs fyrirkomulags við skimanir og mun ráðherra halda áfram að kanna ánægju þeirra sem nýta sér þjónustuna með reglubundnum hætti?

     8.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja að þjónusta við konur á landsbyggðinni skerðist ekki og biðlistar myndist ekki í skimanir, líkt og gerst hefur við sérskoðanir/framhaldsskoðanir hjá Landspítalanum?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: