- Advertisement -

Svona er víst lýðræðið

Kosningakerfin í Bretlandi og í Frakklandi þiggja okkur sérstök. Þar geta flokkar náð meirihluta á þingi, þó þeir séu í raun aðeins með stuðning nokkurs minnihluta kjósenda.

En er það svo sérstakt ef betur er að gáð? Gerist svipað hér, þó kosningakerfi og kjördæmdaskipan sé með allt, allt öðrum hætti? Já, svipað, en ekki alveg eins.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk einungis 29 prósent atkvæða í kosningunum í fyrra en ræður samt öllu, eða því sem næst. Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, er skýr undantekning frá þessari skoðun.

Sjálfstæðisflokkurinn, sökum smæðar sinnar, varð að fórna nokkru til að dæmið gengi upp. Þrír þingmenn Viðreisnar fengu einkaskrifstofur með öllu, það er ráðherraskrifstofur, og tveir þingmanna Bjartrar framtíðar. Ekki er réttlát að láta sem fólkið ráði engu. Það er alls ekki svo.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stóra aflið ræður mestu og hefur meirihluta í þinginu, þó meira að segja, fylgi hinna flokkanna, það er Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, sé talið með dugar það samt ekki til að hafa meirihluta kjósenda að baki stjórninni.

Svona er lýðræðið.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: