- Advertisement -

Þingmenn VG í atvinnuleit

Miðjan.is:
Nýjar fréttir daglega.

Að óbreyttu þurfa fimm þingmenn VG, hið minnsta, að huga að annarri atvinnu. Nú hefur flokkurinn ellefu þingmenn. Það mun breytast.

Líklegast er að þingmennirnir fimm séu Ari Trausti Guðmundsson, Steinunn Þóra Árnadóttur, Kolbeinn Óttarsson Proppe, Ólafur Þór Gunnarsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, það er ef Steingrímur J. Sigfússon hættir ekki. Sem hann gerir líklega ekki. Ekki má gleyma að flokkurinn hefur þegar horft á eftir einum þingmanni, Andrési Inga Jónssyni.

Þátttaka í hægri ríkisstjórn getur ekki annað en hoggið í flokk sem hefur sagt sig vera vinstri sinnaðan. Sem hann var vissulega lengst af. Vinstri græn hafa svo sem aldrei verið hreinræktaður flokkur láglaunafólks. Hann hefur fyrst og síðast verið femínskur umhverfisflokkur. Hætt er við að VG hafi týnt erindi sínu. Það mun kost flokkinn mikið. Eins og mælingar á fylgi sína. Margir þingmanna VG verða brátt í atvinnuleit.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: