- Advertisement -

Útilokar ekki þingframboð

„Ég tilkynnti Pírötum í Suðurkjördæmi nýverið að ég hygðist ekki gefa kost á mér,“ segir Álfehiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata í Suðurkjördæmi, í viðtali við Miðjuna. Álfheiður hefur tekið sæti á þingi í fjarvistum Smára McCarty, sem hefur nú tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér áfram.

„Í ljósi þessara stórfrétta getur verið að ég leggist undir feld og endurskoði. Ég heyri allavega í mínu fólki. Það eru auðvitað Píratar í kjördæminu sem velja sér oddvita í lýðræðislegu prófkjöri,“ segir Álfheiður.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: