- Advertisement -

Útilokar Viðreisn sem útilokar ekki neitt

Björn Birgisson í Grindavík útilokar að kjósa Viðreisn. Vegna þess að Viðreisn útilokar engan flokk. Ekki einu sinni Sjálfstæðisflokk og Miðflokk. Björn setti sig í samband við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og skrifaði svo á Facebook og birti meðfylgjandi mynd:

„Örlítill páskaboðskapur.

Þar sem ég fyrir mitt leyti vil algjörlega útiloka að svokölluð Trumpista áhrif og einangrunarhugsun nái fótfestu í okkar landsstjórn liggur algjörlega ljóst fyrir af minni hálfu að Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn mega ekki undir neinum kringumstæðum taka þátt í næstu ríkisstjórn.

Klippt og skorið.

Skýr afstaða – óhagganleg.

**********

Var hrifinn af síðasta útspili Viðreisnar varðandi frekari viðræður við Evrópusambandið, en ljóst er að það útspil nær aldrei neinu flugi fari Viðreisn í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum í haust.

Lagði því þessa spurningu fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar:

Er sá möguleiki í stöðunni að Viðreisn fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar í haust – eða er sá möguleiki útilokaður?

Ekki stóð á svarinu!

„Við höfum ávallt sagt að við ætlum ekki að útiloka neinn flokk. Málefnin ráða  því alfarið hvort við tökum þátt í myndun ríkisstjórnar eða ekki.“

Sem sagt – engin útilokun fyrirfram.

Það svar dugar mér hins vegar til útilokunar.

Viðreisn getur ekki fengið mitt atkvæði í haust.

Get ekki með nokkru móti stutt neinn flokk sem ekki útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn fyrirfram.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: